Þór/KA er komið í undanúrslit VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 5:1 sigur gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Rakel
Hönnudóttir skoraði tvívegis fyrir Þór/KA og þær Mateja Zver, Vesna Smiljkovic og Inga Dís Júlíusdóttir eitt mark hver.
Mark FH skoraði Liliana Martins. Þau fjögur lið sem leika í undanúrslitum er auk Þórs/KA, ÍBV, Valur og Stjarnan.