Þór/KA í Meistaradeild Evrópu

Þór/KA náði sínum besta árangri í sögu félagsins er liðið hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA vann Aftureldingu 4:0 á útivelli í lokaumferðinni í dag og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Annað sæti deildarinnar stóð á milli Þórs/KA og Breiðabliks. Þar sem Breiðablik tapaði 1:4 gegn Val á sama tíma endar Þór/KA í öðru sætinu með 37 stig en Breiðablik í þriðja sæti með 35 stig. Valur hafði þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. 

Þar með tryggði Þór/KA sér annað Evrópusætið í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Mateja Zver skoraði tvívegis fyrir Þór/KA í leiknum í dag og þær Vesna Smiljkovic og Arna Sif Ásgrímsdóttir eitt mark hvor.

Nýjast