Þór/KA fær Aftureldingu í heimsókn í kvöld

Þór/KA fær Aftureldingu í heimsókn á Þórsvöll í kvöld kl. 18:30 þegar heil umferð fer fram á Íslandsmótinu í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu. Þór/KA situr í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en Afturelding hefur 13 stig í fimmta sætinu. Toppliðin tvö, Breiðablik og Valur mætast innbyrðis í kvöld og því getur Þór/KA saxað á forskot liðanna með sigri.

Leikir kvöldsins í Pepsi- deildinni:

Þór/KA- Afturelding

Fylkir- Grindavík

Stjarnan- KR

Haukar- FH

Valur- Breiðablik

Nýjast