Þór vann Akureyrarslaginn gegn KA

Þór hafði betur gegn KA á Þórsvelli í gærkvöld á Íslandsmótinu í 2. flokki karla í knattspyrnu. Þór vann leikinn 3:0 og voru það þeir Ottó Hólm Reynisson, Alexander Már Hallgrímsson og Kristinn Þór Rósbergsson sem skoruðu mörk Þórs í leiknum. Með sigrinum er Þór komið með 12 stig í fjórða sæti deildarinnar, en KA hefur 10 stig í næstneðsta sæti.

Nýjast