Þórsarar fögnuðu sigri á Shellmótinu í knattspyrnu sem haldið var í Vestmanneyjum sl. helgi. Þar var 6. flokkur drengja í aðalhlutverki og Þórsarar tryggðu sér sigur á mótinu með því að leggja Stjörnuna að velli, 2:1, í úrslitaleiknum. Þá vann lið Þórs 3 Surtseyjarbikarinn á mótinu.
Tveir leikmenn frá Þór voru valdir í Shellmótsliðið, þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Birkir Heimisson. Einnig var valið í landslið og pressulið á mótinu. Í landsliðinu áttu Þór og KA sitthvorn fulltrúann, Ágúst Eðvald var valinn hjá Þór og Frosti Brynjólfsson hjá KA.