Þór missteig sig í toppbaráttunni- KA vann þriðja leikinn í röð

Þór varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er liðið gerði 2:2 jafntefli við ÍA í kvöld er liðin mættust á Þórsvelli á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. ÍA komst 2:0 yfir í leiknum með mörkum frá þeim Hirti Hjartarsyni og Gary Martin. Þórsarar náðu hins vegar að koma til baka með tveimur mörkum frá Sveini Elíasi Jónssyni. KA hélt sigurgöngu sinni áfram í deildinni er liðið lagði HK á Kópavogsvelli 1:0 í kvöld. David Disztl skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu.

Eftir leiki kvöldsins er Þór í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, Víkingur R. situr í öðru sæti með 32 stig en Leiknir R. vermir toppsætið með 34 stig eftir 2:1 sigur gegn Þrótti R. í kvöld. KA klífur upp töfluna og er komið með 22 stig í sjötta sæti deildarinnar og hefur nú unnið þrjá leiki í röð.  

Nýjast