Þór og Grindavík mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í Poweradebikar karla í körfubolta kl. 17:30. Verkefnið verður erfitt fyrir Þórsara, þar sem þeir mæta í kvöld einu besta liðið landsins.
Grindavík situr á toppi úrvalsdeildarinnar og eru enn ósigraðir það sem af er leiktíðar. Þór hefur hins vegar aðeins tapað einum leik í vetur í 1. deildinni og verður forvitnilegt að sjá hvort norðanmenn ná að standa í suðurnesjamönnum.