Þór lagði Val á útivelli í kvöld

Þórsarar fara vel af stað á Íslandsmótinu í 1. deild karla í körfubolta en liðið sótti Val heim í kvöld í fyrstu umferð deildarinnar. Norðanmenn sigruðu með fjögurra stiga mun, 72:68. Konrad Tota, spilandi þjálfari Þórs, var langstigahæsti leikmaður liðsins með 37 stig en hann hirti einnig 12 fráköst. Óðinn Ásgeirsson skoraði 10 stig fyrir Þórsara og tók 10 fráköst. Hjá Valsmönnum var Hörður Helgi Hreiðarsson stigahæstur með 17 stig og 9 fráköst.

Er þetta afar sterkur útisigur hjá Þór, sem eru til alls líklegir í vetur. Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Laugdælum þann 14. október.

Nýjast