Þór fékk heimaleik gegn Haukum í Poweradebikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í Poweradebikar karla-og kvenna í körfubolta. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit.

Þór var í pottinum í kvennaflokki og fékk liðið heimaleik gegn Haukum. Leikið verður á tímabilinu 3.-6. desember

Liðin drógust þannig saman:

Poweradebikar kvenna:

Þór Akureyri - Haukar
Hamar - Valur
Fjölnir - Keflavík
Njarðvík - Laugdælir
Stjarnan - KR

Skallagrímur, Grindavík og Snæfell sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

Poweradebikar karla:

KR - Hamar
Grindavík - KFÍ
Haukar - Þór Þorlákshöfn
ÍR - Valur b/Fjölnir
Skallagrímur - Njarðvík b
Keflavík - Tindastóll
Laugdælir - Ármann
Snæfell - Njarðvík

 

Nýjast