Þór fær Leikni í heimsókn í kvöld

Þór  tekur á móti Leikni R. í kvöld á Íslandsmótinu í 1. deild karla í körfubolta og hefst leikurinn kl. 19:15 í Íþróttahöllinni. Þór er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig, jafnmörg stig og FSu sem er öðru sæti en Þór Þorlákshöfn situr á toppnum með 12 stig. Leiknir R. situr hins vegar í næst neðsta sæti með tvö stig.

Nýjast