Stúlkurnar í 3. flokki Þórs í knattspyrnu eru Vísabikarmeistarar í AL/NL riðli eftir 3:0 sigur gegn Fjarðabyggð/Leikni í úrslitaleiknum á Þórsvelli sl. laugardag. Það var Laufey Kristjánsdóttir sem skoraði fyrsta mark Þórs í leiknum og þær Amanda Mist Pálsdóttir og Sandra Mist Jessen bættu við sitthvoru markinu.
Þá spiluðu strákarnir í 3. flokki Þórs einnig til úrslita gegn Fjarðabyggð/Leikni þann sama dag á Þórsvelli en þar voru það gestirnir sem höfðu betur 4:1. Elvar Örn Jóhannesson skoraði mark Þórs.