Tap hjá Þór í kvöld

Þór tók á móti Víkingi R. á Akureyrarvelli í kvöld í 19. umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn var frekar bragðdaufur framan af en gestirnir tóku við sér í seinni hálfleik og unnu að lokum 3-0 sigur.

Eftir frekar bragðdaufan og markalausan fyrri hálfleik fengu gestirnir í Víkingi dæmda vítaspyrnu á 60. mínútu. Jimmy Hoyer fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Lítið gerðist í leiknum næstu mínúturnar en á 77. mínútu gerði Sveinn Óli Birgisson sig sekan um slæm varnarmistök í vörn Þórs sem varð til þess að Skúli Jónasson skoraði annað mark gestanna í leiknum. Staðan orðinn 2-0 fyrir Víkingi. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Egill Atlason þriðja mark gestanna í leiknum og öruggur sigur Víkings í höfn.

Lokatölur á Akureyrarvelli 3-0 sigur Víkings R. Eftir leikinn í kvöld situr Þór í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig.

Nýjast