Magni frá Grenivík tapaði á heimavelli fyrir Reyni í Sandgerði þegar liðin áttust við í 15. umferð 2. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu sl. laugardag. Lokatölur á Grenivíkurvelli, 3-2 sigur Reynis S.
Mörk Magna í leiknum skoruðu þeir Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Georg Fannar Haraldsson. Eftir leikinn hefur Magni 22 stig í fjórða sæti deildarinnar.