Tap gegn Noregi

U18 ára landslið karla í handknattleik tapaði gegn Noregi, 35:30, í lokaleik sínum í undankeppni EM sem fram fór í Belgíu um helgina. Úrslitin koma ekki að sök þar sem íslenska liðið var þegar búið að tryggja sig áfram í lokakeppnina. 

Sem fyrr var það Sveinn Aron Sveinsson sem var markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk, Geir Guðmundsson og Ísak Rafnsson skoruðu 5 mörk hvor og Guðmundur Hólmar Helgason kom þeim næstur með 4 mörk.

Lokakeppni EM fer fram í ágúst nk. og verður haldinn í Svartfjallalandi.

Nýjast