Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri, segir útskriftarnemendur heldur færri ár miðað við árið í fyrra, en þó sé stöðugur áhugi fyrir skólanum. „Það eru örlítið færri sem útskrifast núna en engu að síður er mikil ásókn í skólann hjá okkur og ekkert minni en hefur verið. Landslagið er aðeins breytt, fólk er farið að sækja meira inn til okkar af eigin áhuga sem er skemmtilegt,” segir Hildigunnur.