Hátt í 1600 manns voru í morgun búnir að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista á vefsíðunni, www.betriakureyri.is, sem settur
var af stað fyrir viku gegn breytingu á deiliskipulagi í Hafnarstræti á Akureyri. Með breytingunni eru skilgreindar tvær nýjar lóðir,
Hafnarstæti 78 og 80, þar sem á að starfrækja KFC veitingasölu og sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
Á síðunni er það sérstaklega tekið fram af gefnu tilefni að ekki er verið að mótmæla því að KFC fái
úthlutað lóð í bænum, heldur er einungis verið að mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu. Orri Gautur Pálsson, sem
stendur fyrir undirskriftarlistanum, mun afhenda bæjaryfirvöldum á Akureyri listann næstkomandi miðvikudag.