Sveinn Elías Jónsson leikmaður Þórs var dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. Hann mun því missa af leik Þórs og Fjarðabyggðar í lokaumferð 1. deildarinnar á laugardaginn kemur. Eru þetta slæm tíðindi fyrir Þór sem eru í harðri baráttu við Leikni R. um sæti í úrvalsdeild.
Þá fékk Sigurjón Fannar Sigurðsson KA eins leiks bann og verður því í banni er KA sækir ÍA heima á laugardaginn.