Sundlaug Akureyrar er vinsælasta íþróttamannvirkið í bænum samkvæmt yfirliti um heimsóknir í árskýrslu bæjarins
fyrir síðasta ár. Alls komu 323.752 gestir í heimsókn í Sundlaugina á síðasta ári, eða heldur færri gestir en
þrjú ár þar á undan.
Næst flestir gestir heimsóttu Íþróttahöllina á síðasta ári, eða 297.000 talsins. Alls heimsóttu 112.000 gestir
Íþróttahús Glerárskóla á síðasta ári og gestir Glerárlaugar voru 52.000 talsins. Tæplega 96.000 gestir komu í
íþróttahús Síðuskóla og um 85.000 gestir komu í fjölnotahúsið Bogann.
Opnunardagar í Hlíðarfjalli voru alls 112 á árinu 2007. Alls voru seldir rúmlega 26.000 lyftumiðar og tæplega 1000 árskort. Þá
fóru fram 36 leikir á Akureyrarvelli á árinu 2007.