Sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri að ljúka

Nú eru síðustu forvöð að sjá sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri. Sýningin sem ber heitið Rím, samanstendur af höggmyndum Ásmundar Sveinssonar(1893-1982) og verkum valinna samtímalistamanna, sem kallast á og ríma saman.  

Myndhöggvarinn Ásmundur átti sér mörg viðfangsefni í listinni; mörg þeirra sótt í arfleifðina og þann tíðaranda sem skóp hann, en önnur í framtíðina, tæknina og vísindin. Listamennirnir sem valdir hafa verið til að sýna með Ásmundi hafa glímt við sömu hluti og Ásmundur en í nútímanum og í samhengi við sinn tíma og tíðaranda. Tengsl verka Ásmundar Sveinssonar
við verk listamanna samtímans endurnýjar innihald þeirra og dýpkar
samtal þeirra við umhverfi sitt.
 
Sýningin stendur til 22. ágúst, opið er alla daga nema mánudaga frá 12-17. Aðgangur er ókeypis í boði Akureyrarbæjar. Myndir af verkum er hægt að nálgast á þessari síðu http://www.listasafn.akureyri.is/myndasafn/

Nýjast