Þá samþykkti samfélags- og mannréttindaráð á sama fundi, tillögu um stofnun vinnuhóps um endurskoðun forvarnastefnu
Akureyrarbæjar.
Óskað er eftir tilnefningum frá skóladeild, fjölskyldudeild, heilsugæslustöð og Íþróttabandalagi Akureyrar. Hlín
Bolladóttir og Guðlaug Kristinsdóttir verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs í vinnuhópnum og
forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og umsjónarmaður forvarna munu starfa með hópnum. Stefnt er að því að
endurskoðun verði lokið fyrir áramót.