Styrkur veittur í karlasmiðju fyrir langtíma atvinnulausa

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita styrk að upphæð krónur 800.000 til tilraunaverkefnis um karlasmiðju fyrir langtíma atvinnulausa. Erindi barst frá Starfsendurhæfingu Norðurlands ehf um styrk að upphæð ein milljón króna vegna verkefnisins.  

Þá samþykkti samfélags- og mannréttindaráð á sama fundi, tillögu um stofnun vinnuhóps um endurskoðun forvarnastefnu Akureyrarbæjar.
Óskað er eftir tilnefningum frá skóladeild, fjölskyldudeild, heilsugæslustöð og Íþróttabandalagi Akureyrar. Hlín Bolladóttir og Guðlaug Kristinsdóttir verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs í vinnuhópnum og
forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og umsjónarmaður forvarna munu starfa með hópnum. Stefnt er að því að endurskoðun verði lokið fyrir áramót.

Nýjast