Styrktartónleikar í Hofi

Vinir og vandamenn Sævars Darra Sveinssonar og fjölskyldu hans, efna til styrktartónleika í Hofi á morgun, þriðjudagskvöldið 2. nóvember nk. kl. 20.00. Sævar Darri, sem er 8 ára Akureyringur, greindist með hvítblæði í sepetmber sl. Hann þurfti undireins að fara í stranga lyfjameðferð suður til Reykjavíkur og þarf að dvelja þar næstu mánuði ásamt foreldrum sínum, Ýri Helgadóttur og Sveini Sævari Frímannssyni.  

Á tónleikunum koma fram; Retro Stefson, Matti Matt, Erna Hrönn, Hvanndalsbræður, FM Belfast, Rúnar Eff, Magni Ásgeirs og Lára Sóley. Miðaverð er kr. 2000 og rennur innkoma af tónleikunum óskipt til fjölskyldunnar. Tekið verður við frjálsum fjárframlögum á tónleikunum auk þess sem hægt er að leggja fjölskyldunni lið með því að leggja inn á bankareikning þeirra: 0515-14-405236, á kennitölu 140780-3759.

Nýjast