Það verða án efa skemmtilegir blásarasveitartónar sem munu berast frá gestum sem Akureyrarbær tekur á móti 26. júní - 3.
júlí. Þarna verður á ferðinni 30 stúlkna blásarasveit á aldrinum 12 - 25 ára frá Randers, vinabæ Akureyrar
í Danmörku og kallast sveitin Randers Pigegarde. Hljómsveitin kemur oft fram í Randers þar sem hún spilar og marserar en hún hefur einnig
ferðast og haldið tónleika víða erlendis.
Hljómsveitin mun koma fram fimm sinnum meðan á Akureyrardvölinni stendur, en mun þar að auki fara í skoðunarferðir og njóta dvalarinnar
á Akureyri og í nágrenni. Hljómsveitin mun spila á eftirfarandi stöðum á Akureyri og er fólk eindregið hvatt til að mæta
á einhvern þessara staða og njóta tónleikanna - það er enginn aðgangseyrir.
Sunnudagurinn 27. júni:
Kl. 14.30 – 15.30
Hljómsveitin spilar á Eimskipsbryggjunni, þar sem m.a. er von á tveim skemmtiferðarskipum þennan dag.
Kl. 16 – 17.
Tónleikar við Minjasafnið á Akureyri.
Þriðjudagurinn 29. júní:
Kl. 16 – 17 spilar hljómsveitin á sundlaugarbakkanum við Sundlaug Akureyrar.
Fimmtudagur 1. júli
Kl. 14.- 15 Tónleikar á Dvalarheimilinu Hlíð.
Föstudagur 2. júli
Kl. 15 – 16 Lokatónleikar á Ráðhústorgi
sjá meira
hér