Stuðningur við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök á Akureyri verði 3 milljónir á næsta ári

Stjórnsýslunefnd Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn, að á árinu 2009 verði þremur milljónum króna varið til stuðnings við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar. Upphæðin skiptist hlutfallslega eftir kjörfylgi þeirra. Stjórnsýslunefnd fjallaði jafnframt um samþykkt bæjarstjórnar 11. desember 2007 í samræmi við ákvæði laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra þar sem samþykkt var að verja á árinu 2008 kr. 2.000.000 til stuðnings við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Akureyrar. Upphæðin skiptist hlutfallslega eftir kjörfylgi þeirra.

Nýjast