Stórsigur L-lista

Meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er fallinn á Akureyri og hlýtur Listi fólksins hreinan meirihluta eða 6 menn í bæjarstjórn og 45% atkvæða. Bæjarlisti, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-grænir fá allir einn fulltrúa hver. Sjálfstæðisflokkur tapar þar með þremur mönnum og Samfylking tveimur. Skoðanakannanir Vikudags bentu til þess að meirihlutinn félli og að L-listinn Listi fólksins fengi mikið fylgi.

Eins og sjá má í síðasta Vikudegi bentu kannanir blaðsins til að meirihluti L-listans kynni að verða sá sem nú er raunin.

 V= 10,4%  960 atkv.
S= 9,6% 901 atkv.
L = 45% 4.142 atkv
D= 13,3% 1.220 atkv
B= 12,8%  1.177 atkv.
A= 8,7% 799 atkv.

Nýjast