"Í dag eru um 40 þúsund heimili áskrifendur af Sjónvarpi Símans og bjóðum við nú Siglfirðinga velkomna í hóp þeirra sem hafa möguleika á því að sjá allar íslensku sjónvarpsrásirnar ásamt því að hafa aðgang að yfir 60 erlendum sjónvarpsstöðum í gegnum SkjáHeim og leigt kvikmyndir og þætti í gegnum SkjáBíó. Nú geta Siglfirðingar horft á enska boltann, Formúluna eða aðra íþróttaviburði á Stöð2 sport og Stöð2 sport2 í bestu mögulegum sjónvarpsgæðum
Í tilefni þess að gær var formlega opnað fyrir þessa auknu þjónustu Símans á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík þá heimsótti Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, bæjarbúa á Siglufirði ásamt Kristjáni Möller, samgönguráðherra og bauð Sævar ráðherra að opna þjónustuna formlega með því að leigja mynd í SkjáBíó að viðstöddum gestum í einu af samkomuhúsum bæjarsins.
Í dag eru byggðakjarnar frá Borgarnesi suður til Hellu og Hvolsvallar ásamt Reykjanesinu, Vestmannaeyjum, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, og Egilsstöðum með aðgang að fullri sjónvarpsþjónustu frá Símanum eða 35 staðir. Áætlanir Símans gera ráð fyrir því að fljótlega muni fleiri staðir bætast í hópinn."