22. október, 2008 - 11:42
Betur fór en á horfðist þegar stór beltagrafa valt útaf flutningavagni norðan við Akureyrarflugvöll nú fyrir stundu og hafnaði
nánast á hvolfi í fjöruborðinu. Stjórnandi gröfunnar slapp með skrekkinn og án meiðsla.
Fyrirtækið Ístak vinnur að lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og var verið var að keyra gröfuna upp á flutningavagninn þegar
óhappið varð. Stór og öflugur krani var fenginn á staðinn til að ná gröfunni á beltinn aftur.