Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, er ágætlega bjartsýnn fyrir leikinn. „Við erum á fínu skriði og þessi leikur leggst vel í mig. Ég held að það skipti ekki öllu máli hvort við séum að mæta FH á útivelli eða Aftureldingu á heimavelli. Ef við náum okkar leik að þá erum við í góðum málum,” segir hann.
„Við ætlum bara að halda okkar striki, ég veit alveg hvað þessi strákar geta og þeir eru í fínu standi. Við höfum sloppið við meiðsli og það hefur hjálpað okkur heilmikið að við erum ekki að glíma við nein alvarleg meiðsli. Það er ekkert annað í myndinni en að halda sigurgöngunni áfram, bæta okkar leik og hugsa um okkur fyrst og fremst. Ef við náum þessum leik áfram sem við höfum sýnt í upphafi móts eru okkur allir vegir færir,” segir Atli.
Leikur FH og Akureyrar í dag verður sýndur beint á RÚV og hefst útsending kl. 15:30.