Stjórn Akureyrarstofu styrkir Dömulega dekurdaga

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á síðasta fundi sínum að styrkja Dömulegar dekurdagar, sem haldnir voru í bænum um síðustu helgi, um 80.000 krónur.  Á sama fundi var styrkbeiðnum vegna húsaleigu, frá Point Dansstúdió ehf. og stjórn ÆSKÞ hafnað, þar sem fjárheimildir ársins leyfi ekki frekari styrki af því tagi.  

Point Dansstúdíó sótti um niðurfellingu á leigu í Ketilhúsinu vegna jólasýninga 6., 7., 8. og 9. desember nk. Stjórn ÆSKÞ, óskaði er eftir styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni, vegna landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar en gert er ráð fyrir að húsaleigan nemi kr. 460.000.

Nýjast