Stefnt á hópferð á leik Vals og Akureyrar í N1-deildinni

Stefnt er að því að bjóða upp á rútuferð á leik Vals og Akureyrar sem fram fer nk. fimmtudag í N1-deild karla í handbolta. Lagt verður af stað klukkan 12:30 fimmtudaginn 4. nóvember en leikurinn hefst klukkan 18:30. Lagt verður af stað heim strax að leik loknum.

Fargjaldið með rútunni er kr. 5.000.- og síðan kostar væntanlega 1.000.- krónur inn á leikinn sjálfan. Þetta tilboð er þó háð því að ákveðin lágmarksþátttaka fáist og því er mjög mikilvægt að áhugasamir skrái sig sem fyrst en það er hægt að gera á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags.

Hægt er að skrá sig til klukkan 18:00 á morgun, þriðjudaginn 2. nóvember en þá verður hægt að taka endanlega ákvörðun um það hvort ferðin verður farin.

Nýjast