„Þetta fer örlítið fyrr af stað nú í ár en undanfarið. Svona snemma sumars telur veðrið ansi mikið og það hefur verið heppilegt veður undanfarið og ég held að það stefni bara í góða sölu í sumar," segir Auðjón.
Í svipaðan streng tekur Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri hjá Norðlenska. „Okkur sýnist að þetta ætli að verða svipað grillsumar og í fyrra. Það er mikill grilltími framundan núna þegar heimsmeistarakeppnin í fótbolta er að hefjast," segir Ingvar. Búast má við nýjum tegundum af grillkjöti í sumar frá bæði Kjarnafæði og Norðlenska. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt sem dettur inn og hjá okkur í Kjarnafæði er að koma ný vara á markaðinn í dag sem eru lambalærisneiðar í berneskryddi," segir Auðjón.