Keppendur frá Bílaklúbbi Akureyrar voru allt í öllu á Egilsstaðartorfærunni sem fram fór sl. helgi. Keppt var í flokki götubíla og í sérútbúnum flokki og höfnuðu keppendur BA í þremur efstu sætunum í báðum flokkum.
Í flokki götubíla sigraði Stefán Bjarnhéðinsson á Kalda, Haukur Þorvaldsson varð í öðru sæti á Silver Power og Steingrímur Bjarnason á Willys varð þriðji. Í flokki sérútbúinna bíla sigraði Jón Örn Ingileifsson á Kórdrengnum, Hafsteinn Þorvaldsson á Torfunni varð annar og Jóhann Rúnarsson á Trúðinum varð þriðji.