Stefán Akstursíþróttamaður Akureyrar

Stefán Bjarnhéðinsson frá Bílaklúbbi Akureyrar var kjörinn Akstursíþróttamaður Akureyrar árið 2010 á Litlu jólum félagsins sl. laugardag.

Stefán náði glæsilegum árangri í mótorsportinu í ár. Hann vann allar sandspyrnukeppnir sumarsins, setti þar Íslandsmet í Jeppaflokki og hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í torfæru.

Þá verður Stefán einnig fulltrúi BA til kjörs á Íþróttamanni ársins á Akureyri sem fram fer í byrjun janúar á næsta ári.

Nýjast