Á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu var farið yfir fyrstu skref starfshóps um atvinnumál og hugmyndir og áherslur sem ræddar hafa verið
á fundum hans. Fyrir liggur samþykki bæjarráðs um viðbótarfjárveitingu til að ráða sérstakan verkefnisstjóra
atvinnumála og hefur staðan þegar verið auglýst laus til umsóknar.
Jafnframt var gegnið formlega frá skipun starfshópsins. Stjórn Akureyrarstofu samþykkti skipan eftirtalinna fulltrúa í starfshópinn: Geir
Kristinn Aðalsteinsson, formaður, Sigmundur Ófeigsson, Andrea Hjálmsdóttir, Hannes Karlsson, Matthías Rögnvaldsson, Njáll Trausti Friðbertsson og
Ragnar Sverrisson.