Hann skemmdi síðan traktorinn með því að ýta honum ofan í tjörn á svæðinu, þar sem hann fannst nokkrum dögum síðar. Einnig stal hann ásamt félögum sínum tveimur bifreiðum sl. nóvember. Þá var annar maður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi fyrir tvær líkamsárásir með stuttu millibili í upphafi árs. Sú fyrri átti sér stað inn á veitingastaðnum Down Under á Akureyri 9. janúar þar sem hann sló annan mann með tveimur hnefahöggum í andlitið. Seinni árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Kaffi Akureyri rúmlega mánuði síðar þar sem hann réðist að stúlku og veitti henni töluverða áverka.