Í auglýsingu um stöðuna kemur m.a. að fram að rektor sé formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu skólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans, þ.m.t. ráðningar- og fjármálum einstakra deilda og stofnana. Leitað er að einstaklingi með doktorspróf, með víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknum, rekstri og stjórnun. Umsóknarfrestur um stöðu rektors er til 10. febrúar nk. en gert er ráð fyrir að skipað verði í starfið frá og með 1. júlí nk.