SR stöðvaði sigurgöngu SA Víkinga er liðin mættust í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld á Íslandsmóti
karla í íshokkí. Lokatölur leiksins urðu 5:2 SR í vil. Þetta var fyrsta viðureign stórveldanna í vetur í deildinni. SR hefur
þar með tekið forystu í deildinni með 12 stig, þremur stigum meira en Víkingar en norðanmenn hafa leikið einum leik minna. Nánar verður
fjallað um leikinn og Íslandsmótið í íshokkí í Vikudegi nk. fimmtudag.
Um 70 manns frá EBAK Félagi eldri borgara á Akureyri, EBAK heimsóttu Kjarnaskóg í vikunni, líkt og þau gera alla þriðjudaga sumarlangt til að ganga sér til gleði.
Sigurður Pétur Ólafsson hafnastjóri skrifaði hugleiðingar sínar á Facebookarvegg sinn í gærkvöldi, vefurinn fékk leyfi til að birta þær ásamt myndum sem fylgdu með.
Laugardaginn 12. júlí kl. 15 verður boðið upp á gjörning Heklu Bjartar Helgadóttur í Listasafninu á Akureyri í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri
Minningarbekkur til heiðurs systkinunum Huldu Benediktsdóttur (f. 1938) og Sigurjóni Benediktssyni (f. 1936) hefur verið vígður í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit.
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.
Alls fengu foreldrar 81 barns heimgreiðslur frá Akureyrarbæ árið 2024. Greiðslur námu tæplega 38,6 milljónum króna. Á tímabilinu janúar til maí á þessu ári hafa foreldrar 61 barns fengið heimgreiðslur að upphæð 15,5 milljónir króna.