16. október, 2010 - 07:00
SR náði að hefna fyrir tapið gegn SA Jötnum í fyrstu umferð Íslandsmót karla í íshokkí með 6:3 sigri í
Skautahöll Akureyrar í gærkvöld. Steinar P. Veigarsson skoraði tvívegis fyrir SR og þeir Kristján Gunnlaugsson, Andri Gunnlaugsson, Gauti
Þormóðsson og Egill Þormóðsson skoruðu sitt markið hver. Fyrir Jötnana skoruðu þeir Elvar Jósteinsson, Orri Blöndal og
Stefán Hrafnsson.
Þar með eru SR-ingar komnir í annað sæti deildarinnar með sex stig, en SA Víkingar tróna á toppnum sem fyrr með níu stig. SA
Jötnar og Björninn reka lestina með þrjú stig.
SR og SA Jötnar mætast að nýju í Skautahöllinni í kvöld og hefst leikurinn um 19:45 eða þegar leik SA Ynja og Bjarnarins í
kvennaflokki lýkur, en sá leikur hefst kl. 17:00.