SR hafði betur gegn SA Jötnum í framlengdum leik

SR vann dramatískan 5:4 sigur á SA Jötnum í framlengdum leik er liðin mættust í kvöld í Laugardalnum á Íslandsmóti karla í íshokkí. SR jafnaði metin í 4:4 þegar ein og hálf mínúta var eftir af þriðja og síðasta leikhluta. SR skoraði svo gullmark fljótlega í framlengingunni og þar með hafa SR-ingar jafnað SA Víkinga að stigum.

SR hefur 27 stig eftir 12 leiki líkt og SA Víkingar. SA Jötnar eru hins vegar í fjórða og neðsta sæti með sjö stig. 

Mörk SA Jötna í leiknum skoruðu þeir Birgir Sveinsson, Josh Gribben, Stefán Hrafnsson og Ingvar Jónsson.

Fyrir SR skoraði Egill Þormóðsson tvívegis og þeir Tómas Ómarsson, Svavar Rúnarsson og Pétur Macck sitt markið hver. 

Nýjast