Spurði hvort til greina kæmi að núverandi bæjarstjóri sitji út kjörtímabilið

Jóhannes Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins varpaði fram þeirri spurningu í umræðum um efnahagsmál á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag, hvort til greina kæmi að núverandi bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir myndi sitja í starfi bæjarstjóra út kjörtímabilið. Jóhannes sagði að með þessu væri hann ekki að lýsa yfir vantrausti á Hermann Jón Tómasson oddvita Samfylkingarinnar. Í samstarfssamningi meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, er gert ráð fyrir því að Samfylkingin fái stól bæjarstjóra frá næsta vori, eða síðasta ár kjörtímabilsins og hefur Hermann Jón var nefndur til sögunnar sem nýr bæjarstjóri næsta vor.

Nýjast