Góðviðrisdagar á Akureyri og nágrenni virðast ætla að halda eitthvað áfram og samkvæmt veðurspá Veðurvaktarinnar ehf., verður besta veðrið á Norðurlandi um helgina. Búast má við því að hitinn verði almennt á bilinu 14- 15 stig á Norðurlandi og yfirleitt léttskýjað. Það stefnir því í enn eina helgina þar sem Akureyringar og nærsveitarmenn geti notið veðurblíðunnar.