"Við erum að vinna að því að auka aðeins við snjóframleiðsluna hjá okkur og síðan erum við að setja upp fleiri stoðgirðingar, það er m.a. verið að betrumbæta fyrir landsmótið," sagði Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða. Hann sagði að snjóframleiðslan muni hefjast um leið og hitastigið fer aðeins niður fyrir frostmark. "Það verður byrjað um leið og það verður fimm stiga frost í Hlíðarfjalli, það hefur verið undanfarin ár í kringum mánaðarmótin október nóvember og ég á von framleiðslan geti hafist um það leyti í ár," segir Guðmundur Karl.