Slippurinn býður á leik Þórs og ÍR

Slippurinn á Akureyri hefur ákveðið að bjóða á stórleik Þórs og ÍR sem eigast við á Þórsvelli á laugardaginn kemur kl. 14:00 á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu.

Um algjöran toppslag er að ræða þar sem ÍR vermir toppsætið með 16 stig en Þór hefur 14 stig í þriðja sæti og getur með sigri komist á topp deildarinnar.

Nýjast