Sláttur í fullum gangi

„Slátturinn er víða kominn af stað og gengur ágætlega,” segir Hólmgeir Karlsson hjá Bústólpa. Bændur í Eyjafjarðarsveit hófu fyrsta slátt um miðjan mánuðinn og er heyskapurinn kominn vel á skrið. „Sprettan í Eyjafirði hefur verið ágætt og þótt það hafi ekki verið hlýtt í vor að þá hjálpaði það til að það var nægur raki þannig að sprettan tafðist ekkert,” segir Hólmgeir.

Nýjast