Akureyri Handboltafélag hefur skrifað undir samninga við aðalstyrktaraðila sína á næsta ári, en það eru Norðlenska, Sportver-Hummel, og Vífilfell. Samhliða var skrifað undir samning við Bjarna Fritzson sem mun spila með Akureyri næsta vetur. Undirskrift samninganna fór fram í kjötvinnslusal Norðlenska við Grímseyjargötu og fyrir vikið voru aðilar nokkuð óvenjulega klæddir þegar skrifað var undir.
Bæði Norðlenska og Sportver hafa verið stuðningsaðilar Akureyrar Handboltafélags, en Vífilfell kemur nú nýtt að þessu máli, en fyrirtækið hefur áður stutt við KA og fleiri. Allir fulltrúar stuðningsaðila gáfu sömu svör við þegar þeir voru spurðir um ástæðu þess að þeir gerðust helstu styrktaraðilar. Fyrirtækin vilja styrkja við íþróttastarfið í bæjarfélaginu þar sem þau hafa starfssemi. Sjá spjall við Bjarna Fritzson hér