Þá eru þrír leikskólar tilbúnir til að fjölga um 13 börn hjá sér en til þess þarf að bæta við 2,52
stöðugildum. Kostnaður vegna þessa er áætlaður tæpar tvær milljónir á þessu ári en rúmar sex milljónir
á ársgrundvelli árið 2011. Ef þessi fjölgun gengur eftir verður búið að innrita tæp 55% 18 mánaða barnanna. Það er
heldur hærra eða svipað hlutfall og undangengin 5 ár.
Skólanefnd samþykkti að óska eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr.
1.995.000 á fjárhagsárinu 2010, til þess að geta bætt við 13 rýmum við þrjá leikskóla.