Skólabyrjun grunnskólanna

Nú líður að því að grunnskólar bæjarins hefjist og þá er að ýmsu að hyggja í undirbúningi.  Almennt séð hefst skólastarfið nú eftir helgina en misjafnt er nokkuð eftir skólum með hvaða hætti þetta gerist, stundum er það með formlegri skólasetningu, og stundum með foreldraviðtölum og stundum hvoru tveggja. Hér á eftir birtum við yfirlit um skólabyrjun einstakra skóla ásamt tengingum á innkaupalista skólanna. Þá er brýnt að huga vel að ferðaleiðum í skólann og ýmsar hættur geta skapast þegar fjöldi skólabarna fer út í umferðina. Umferðastofa hefur sent frá sér tíu boðorð sem við birtum hér Brekkuskóli: Skólabyrjun í haust verður með sama sniði og áður en þá verða foreldrar og nemendur boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Fyrsti viðtalsdagur verður föstudaginn 22. ágúst.Skóladagatal fyrir næsta skólaár má nálgast á heimasíðu skólans. Innkaupalistar hér 

Lundaskóli: Skólabyrjun í ár hefst með skólasetningu og foreldraviðtölum þann 22. ágúst. Foreldraviðtöl halda síðan áfram 25. og 26. ágúst.

Glerárskóli: Innkaupalistar fyrir skólaárið 2008 - 2009 eru komnir á vefinn auk skóladagatals næsta skólaár. Innkaupalistar hér 

Síðuskóli: Innkaupalistar fyrir skólaárið 2008 - 2009 eru komnir á vefinn auk  skóladagatals næsta skólaár. Innkaupalistar hér 

Oddeyrarskóli:  Drög að innkaupalistum fyrir skólaárið 2008-2009 komin á heimasíðuna. Innkaupalistar hér

Giljaskóli: Innkaupalistar fyrir skólaárið 2008-2009 eru komninr á vefinn.  Innkaupalistar hér  

Eins og áður segir hefur Umferðarstofa birt tíu boðorð í tilefni af þeim tímamótum sem framundan eru hjá fjölda barna og unglinga. Stysta leiðin í skólann er ekki alltaf sú öruggasta, miklu frekar leiðin þar sem sjaldnast þarf að ganga yfir götuna. Þó aðstæður séu þannig að barnið geti gengið eitt í skólann er samt nauðsynlegt að fylgja því fyrstu dagana og fara vel yfir allar umferðarreglur.

Kennið börnum ykkar einfaldar og fáar reglur til að fara eftir. Þú þarft sjálfur að fara eftir þeim, að minnsta kosti þegar þið eruð á ferðinni saman.  

Hér eru 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar hafi í huga og fræði börn sín um.

1.   Æfum leiðina í og úr skóla með barninu

2.   Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki stystu

3.   Leggjum tímanlega af stað,  (Flýtum okkur ekki)  

4.   Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir

5.   Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar 

6.   Verum sýnileg, notum endurskinsmerki

7.   Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir

8.   Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir

9.   Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla

10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu

 

Nýjast