Skoða á hvort mögulegt er að fresta eða seinka framkvæmdum

Í ljósi efnahagsumhverfis  og atburða í fjármálalífinu undanfarið fór bæjarstjóri þess á leit við forstöðumenn Fasteigna Akureyrarbæjar og Framkvæmdadeildar að skoðað yrði hvar mögulegt væri að fresta eða seinka framkvæmdum á þessu og næsta ári.  

Rætt hefur verið við nokkra aðila og skoðað með aðrar framkvæmdir sem ekki eru hafnar. Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta framkvæmdum á KA svæðinu, eins og komið hefur fram. Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var bæjarstjóra falið að halda áfram þessari vinnu með aðkomu framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og kynna tillögur fyrir bæjarráði svo fljótt sem auðið er.

Nýjast