Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Ísafirði, segir í samtali við mbl.is, að þetta mál sýni að það sé þörf á að reka öflug sjúkrahús á landsbyggðinni. „Við vitum það sem búum úti á landi að stundum komast menn ekki lönd né strönd í marga daga," sagði Þorsteinn. Hann sagði að maðurinn færi í framhaldsmeðferð í Reykjavík síðar, en ljóst væri að hann myndi bera varanlegan skaða á hendinni eftir slysið. Þó maðurinn hafi slasast alvarlega var hann aldrei í neinni lífshættu.