Alls verða byggð 45 ný hjúkrunarrými við Vestursíðu en ekki er um fjölgun hjúkrunarrýma að ræða í bænum, þar sem leigusamningur vegna Kjarnalundar rennur út árið 2012 en þar eru nú 44 rými. Fram kemur í bókun skipulagsnefndar vega deiliskipulagsins að formaður nefndarinnar muni svara fyrirspurn fulltrúa VG frá síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd óskar eftir að í greinargerðinni komi fram upplýsingar um byggingarefni og um að hljóðmön verði gerð samsíða Vestursíðu. Einnig að unninn verði skýringaruppdráttur fyrir deiliskipulagið. Leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan þannig lagfærð verði auglýst.