Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 10.00 nk. laugardagsmorgun. Mjög góðar aðstæður hafa verið fyrir snjóframleiðslu undanfarnar vikur og búið hefur verið til traust undirlag fyrir þann mikla snjó sem fallið hefur af himnum ofan.  

Fyrst um sinn verður opið í Andrésarbrekku og meðfram Fjarkanum og einnig töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið. Fleiri brekkur verða tilbúnar fljótlega. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, sagði í morgun að aðstæður sem og veður í fjallinu sé gott. Reiknaði hann þannig með því að hægt yrði að framleiða snjó fram á kvöld. Á morgun og um helgina spáir hláku en Guðmundur sagði að það myndi ekki hafa áhrif á starfsemina í fjallinu. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnaði 6. desember í fyrra.

Nýjast